Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Kjartan Henry fagnar marki með Horsens vísir/getty Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira