Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25