Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25