Grípa til örþrifaráða til að fá lífsnauðsynleg lyf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Langan tíma getur tekið að fá undanþágulyf hingað til lands frá því að leyfi frá Lyfjastofnun liggur fyrir. Vísir/eyþór Það gerist ítrekað að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu. Dæmi eru um að foreldrar þeirra haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Lyfin sem um ræðir eru öll undanþágulyf sem ekki er markaðsleyfi fyrir hér á landi. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar. Til að mynda ef um er að ræða nýtt lyf sem ekki hefur hlotið skráningu eða ef lyfið er gamalt og framleið- andi hefur ákveðið að taka lyfið af markaði. Ákvörðun um notkun undanþágulyfs er tekin af lækni viðkomandi. Sá sendir beiðni þess efnis sem Lyfjastofnun þarf að samþykkja hvert sinn. Eftir að samþykki liggur fyrir hefja umboðsaðilar lyfsins hér á landi vinnu við að panta það til landsins. Frá því að ávísun læknis liggur fyrir og þar til lyfið kemur til landsins getur liðið langur tími. „Maður finnur til með fólki sem er í þessari aðstöðu. Við erum öll af vilja gerð og höfum hag sjúklinga að leiðarljósi. En Ísland er lítill markaður í stóra samhenginu,“ segir Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistor.Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistor.Fyrirtækið veitir lyfjafyrirtækjum meðal annars þjónustu við skráningar og aðstoðar við flutning og dreifingu þeirra. Gunnur segir að þegar um undanþágulyf sé að ræða hafi framleiðandi ákveðið að markaðssetja það ekki. Sem betur fer komi fleiri ný lyf inn á markaðinn heldur en hitt. „Þau lyf eru ekki pöntuð eins og lyf sem pantað er á markaði. Læknir viðkomandi skráir ákveðið magn og sjaldnast er mikið flutt inn umfram það, sérstaklega ef lyfið er almennt lítið notað. En við hvetjum framleiðendur til að skrá lyfin því það er öruggara,“ segir Gunnur. „Lyfjaskortur er mál sem við höfum haft áhyggjur af lengi og tjáð okkur um,“ segir Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna. Valtýr segir að vandinn sé ekki einskorðaður við undanþágulyf heldur komi mjög reglulega upp ástand þar sem lyf eru ekki fáanleg. „Oft er sú ástæða gefin upp, sem er mjög þægileg fyrir birgjana, að það sé alheimsskortur á því. Staðreyndin er hins vegar sú að það stenst ekki alltaf. Við höfum stundum haft samband við Skandinavíu og þar eru þau til og ekkert vandamál uppi,“ segir Valtýr. Kjarninn sé sennilega sá að birgjarnir passa sig á því að panta ekki of mikið til landsins til að sitja ekki uppi með ónotaðan lager. Sé notkun skyndilega yfir meðallagi klárist birgðirnar. „Slíkt er náttúrulega með öllu ótækt og ekki hægt að bjóða upp á það í nútíma vestrænu samfélagi. Mér þykir mjög heillavænleg hugmynd að hafa samnorrænan banka fyrir lyf þannig þetta yrði eitt markaðssvæði. Það fyrirkomulag er við lýði varðandi bóluefni og ég sé ekki hví það ætti ekki að geta gilt um önnur lyf líka,“ segir Valtýr.Ekla neyðir foreldra til að deila lyfjum „Í tilfelli dóttur okkar þá fær hún þriggja mánaða skammt í einu. Um leið og við höfum fengið þann skammt leggjum við inn beiðni fyrir þeim næsta og þrátt fyrir það er ekki tryggt að hann sé tilbúinn þegar þar að kemur,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir tólf ára stúlku með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sigurður segir að dóttir hans þurfi þrjú lyf sem hún tekur daglega auk eins björgunarlyfs. Öll lyfin eru háð undanþágum hverju sinni. Ítrekað hafi það komið fyrir að lyfin séu ekki til hjá birgja þar sem þau hafi ekki verið pöntuð eða að skortur sé á þeim erlendis. „Eitt sinn gripum við til þess ráðs í neyð að fá lyfið sent frá vinafólki okkar í Kanada sem á stelpu með sama sjúkdóm. Sendingin var stöðvuð í tollinum þar sem ólöglegt er að flytja lyf til landsins með þessum hætti. Þá var dóttir okkar komin á síðustu pillu af lyfi sem er henni lífsnauðsynlegt. Það þurfti mörg símtöl og tölvupósta á hæstu staði til að fá lyfið,“ segir Sigurður. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir hefur sömu sögu að segja. Sex ára sonur hennar er með Dravet heilkenni og fær tíð flogaköst af þeim sökum. Honum hefur verið gefið lyf sem dregur úr og styttir hvert flogakast.Eftir að samþykki liggur fyrir hefja umboðsaðilar lyfsins hér á landi vinnu við að panta það til landsins.Vísir/valli„Fyrir fjórum árum vorum við búsett í Danmörku og þá var ekkert vandamál að fá lyfið. En eftir að við fluttum til Íslands hefur nær alltaf verið vesen að fá lyfið afgreitt. Ég hef vanið mig á að vera alltaf í tíma að panta lyfin því ég veit að afgreiðslan tekur tíma. Þrátt fyrir það fæ ég oft einungis hluta af lyfjaskammtinum afgreiddan og stundum bara alls ekkert,“ segir hún. Elín segir að hún hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að grípa til þess ráðs að leita á náðir foreldra hins barnsins sem fær lyfinu ávísað. Aðrir foreldrar í sambærilegri stöðu sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast einnig hafa neyðst til að grípa til slíkra aðgerða. Dæmi eru um að hópar séu á Facebook þar sem foreldrar óska eftir lyfjum í neyð til að tryggja velferð barna sinna. „Þetta setur mann í ömurlega stöðu þar sem þú getur lent í því að þurfa að meta hvort þú sért að ógna heilbrigði hjá þínu eigin barni til að hjálpa öðru barni sem er í enn meiri hættu,“ segir einn viðmælandi Fréttablaðsins. Enn annar viðurkennir að hafa gert sér ferð til útlanda, keypt lyfið í apóteki þar og komið síðan með það til landsins í farangri sínum. „Ég get vel skilið að það geti komið upp ýmis mál hvað þetta varðar þegar barn er að byrja á undanþágulyfi og það þarf að komast ákveðinn gangur í ferlið. En mér finnst ótækt að foreldrar langveikra barna með fötlun skuli þurfa að standa í því að hringja hingað og þangað með ákveðnina að vopni til að fá sómasamlega afgreiðslu á lyfjum sem eru lífsnauðsynleg barninu þeirra,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Það gerist ítrekað að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu. Dæmi eru um að foreldrar þeirra haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Lyfin sem um ræðir eru öll undanþágulyf sem ekki er markaðsleyfi fyrir hér á landi. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar. Til að mynda ef um er að ræða nýtt lyf sem ekki hefur hlotið skráningu eða ef lyfið er gamalt og framleið- andi hefur ákveðið að taka lyfið af markaði. Ákvörðun um notkun undanþágulyfs er tekin af lækni viðkomandi. Sá sendir beiðni þess efnis sem Lyfjastofnun þarf að samþykkja hvert sinn. Eftir að samþykki liggur fyrir hefja umboðsaðilar lyfsins hér á landi vinnu við að panta það til landsins. Frá því að ávísun læknis liggur fyrir og þar til lyfið kemur til landsins getur liðið langur tími. „Maður finnur til með fólki sem er í þessari aðstöðu. Við erum öll af vilja gerð og höfum hag sjúklinga að leiðarljósi. En Ísland er lítill markaður í stóra samhenginu,“ segir Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistor.Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistor.Fyrirtækið veitir lyfjafyrirtækjum meðal annars þjónustu við skráningar og aðstoðar við flutning og dreifingu þeirra. Gunnur segir að þegar um undanþágulyf sé að ræða hafi framleiðandi ákveðið að markaðssetja það ekki. Sem betur fer komi fleiri ný lyf inn á markaðinn heldur en hitt. „Þau lyf eru ekki pöntuð eins og lyf sem pantað er á markaði. Læknir viðkomandi skráir ákveðið magn og sjaldnast er mikið flutt inn umfram það, sérstaklega ef lyfið er almennt lítið notað. En við hvetjum framleiðendur til að skrá lyfin því það er öruggara,“ segir Gunnur. „Lyfjaskortur er mál sem við höfum haft áhyggjur af lengi og tjáð okkur um,“ segir Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna. Valtýr segir að vandinn sé ekki einskorðaður við undanþágulyf heldur komi mjög reglulega upp ástand þar sem lyf eru ekki fáanleg. „Oft er sú ástæða gefin upp, sem er mjög þægileg fyrir birgjana, að það sé alheimsskortur á því. Staðreyndin er hins vegar sú að það stenst ekki alltaf. Við höfum stundum haft samband við Skandinavíu og þar eru þau til og ekkert vandamál uppi,“ segir Valtýr. Kjarninn sé sennilega sá að birgjarnir passa sig á því að panta ekki of mikið til landsins til að sitja ekki uppi með ónotaðan lager. Sé notkun skyndilega yfir meðallagi klárist birgðirnar. „Slíkt er náttúrulega með öllu ótækt og ekki hægt að bjóða upp á það í nútíma vestrænu samfélagi. Mér þykir mjög heillavænleg hugmynd að hafa samnorrænan banka fyrir lyf þannig þetta yrði eitt markaðssvæði. Það fyrirkomulag er við lýði varðandi bóluefni og ég sé ekki hví það ætti ekki að geta gilt um önnur lyf líka,“ segir Valtýr.Ekla neyðir foreldra til að deila lyfjum „Í tilfelli dóttur okkar þá fær hún þriggja mánaða skammt í einu. Um leið og við höfum fengið þann skammt leggjum við inn beiðni fyrir þeim næsta og þrátt fyrir það er ekki tryggt að hann sé tilbúinn þegar þar að kemur,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir tólf ára stúlku með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sigurður segir að dóttir hans þurfi þrjú lyf sem hún tekur daglega auk eins björgunarlyfs. Öll lyfin eru háð undanþágum hverju sinni. Ítrekað hafi það komið fyrir að lyfin séu ekki til hjá birgja þar sem þau hafi ekki verið pöntuð eða að skortur sé á þeim erlendis. „Eitt sinn gripum við til þess ráðs í neyð að fá lyfið sent frá vinafólki okkar í Kanada sem á stelpu með sama sjúkdóm. Sendingin var stöðvuð í tollinum þar sem ólöglegt er að flytja lyf til landsins með þessum hætti. Þá var dóttir okkar komin á síðustu pillu af lyfi sem er henni lífsnauðsynlegt. Það þurfti mörg símtöl og tölvupósta á hæstu staði til að fá lyfið,“ segir Sigurður. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir hefur sömu sögu að segja. Sex ára sonur hennar er með Dravet heilkenni og fær tíð flogaköst af þeim sökum. Honum hefur verið gefið lyf sem dregur úr og styttir hvert flogakast.Eftir að samþykki liggur fyrir hefja umboðsaðilar lyfsins hér á landi vinnu við að panta það til landsins.Vísir/valli„Fyrir fjórum árum vorum við búsett í Danmörku og þá var ekkert vandamál að fá lyfið. En eftir að við fluttum til Íslands hefur nær alltaf verið vesen að fá lyfið afgreitt. Ég hef vanið mig á að vera alltaf í tíma að panta lyfin því ég veit að afgreiðslan tekur tíma. Þrátt fyrir það fæ ég oft einungis hluta af lyfjaskammtinum afgreiddan og stundum bara alls ekkert,“ segir hún. Elín segir að hún hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að grípa til þess ráðs að leita á náðir foreldra hins barnsins sem fær lyfinu ávísað. Aðrir foreldrar í sambærilegri stöðu sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast einnig hafa neyðst til að grípa til slíkra aðgerða. Dæmi eru um að hópar séu á Facebook þar sem foreldrar óska eftir lyfjum í neyð til að tryggja velferð barna sinna. „Þetta setur mann í ömurlega stöðu þar sem þú getur lent í því að þurfa að meta hvort þú sért að ógna heilbrigði hjá þínu eigin barni til að hjálpa öðru barni sem er í enn meiri hættu,“ segir einn viðmælandi Fréttablaðsins. Enn annar viðurkennir að hafa gert sér ferð til útlanda, keypt lyfið í apóteki þar og komið síðan með það til landsins í farangri sínum. „Ég get vel skilið að það geti komið upp ýmis mál hvað þetta varðar þegar barn er að byrja á undanþágulyfi og það þarf að komast ákveðinn gangur í ferlið. En mér finnst ótækt að foreldrar langveikra barna með fötlun skuli þurfa að standa í því að hringja hingað og þangað með ákveðnina að vopni til að fá sómasamlega afgreiðslu á lyfjum sem eru lífsnauðsynleg barninu þeirra,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira