Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. maí 2018 06:00 Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhóli Ísraelsmanna. Vísir/eyþór „Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
„Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39