Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48