Golden State er sigurstranglegasta liðið í lokaúrslitum NBA í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 12:30 Stephen Curry og LeBron James í lokaúrslitunum í fyrra. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors tryggðu sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna sjöunda leikinn á móti Houston Rockets. Fjórða árið í röð mætast því Golden State og Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Þetta ár er þó öðruvísi en hin þrjú. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 en Cleveland vann 2016. Spámenn og sérfræðingar hafa afar litla trú á liði Cleveland Cavaliers í þessum lokaúrslitum. Menn hafa líka verið duglegir að skrifa um hvernig LeBron James hafi nánast einsamall komið Cleveland liðinu í úrslitin á sama tíma og liðsmenn Golden State Warriors hafa sumir fengið á sig gagnrýni að spila ekki sinn allra besta leik. Bandaríkjamenn eru duglegir að setja upp sigurlíkur á stundum sem þessum og veðbankarnir í Las Vegas telja að sigurlíkur Golden State liðsins séu yfirgnæfandi í þessum úrslitum sem hefjast á fimmtudaginn. Það þarf þannig að fara sextán ár aftur í tímann til að finna lið sem var sigurstranglegra í lokaúrslitum NBA-deildarinnar.LeBron James has never been this big of an underdog in the Finals. https://t.co/3X5yNPwKue — ESPN (@espn) May 29, 2018 Sigurlíkur Golden State Warriors í ár eru þær sömu og hjá Los Angeles Lakers á móti Philadelphia 76ers árið 2001. Philadelphia 76ers, með Allen Iverson í fararbroddi, vann óvænt fyrsta leikinn en Lakers tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu fjóra leikina. LeBron James hefur því aldrei mætt í lokaúrslitin með minni sigurlíkur en það vekur aftur á móti athygli að í sjö af níu lokaúrslitum James á ferlinum hafa andstæðingarnir verið sigurstranglegri hjá veðbönkum í Bandaríkjunum. NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors tryggðu sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna sjöunda leikinn á móti Houston Rockets. Fjórða árið í röð mætast því Golden State og Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Þetta ár er þó öðruvísi en hin þrjú. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 en Cleveland vann 2016. Spámenn og sérfræðingar hafa afar litla trú á liði Cleveland Cavaliers í þessum lokaúrslitum. Menn hafa líka verið duglegir að skrifa um hvernig LeBron James hafi nánast einsamall komið Cleveland liðinu í úrslitin á sama tíma og liðsmenn Golden State Warriors hafa sumir fengið á sig gagnrýni að spila ekki sinn allra besta leik. Bandaríkjamenn eru duglegir að setja upp sigurlíkur á stundum sem þessum og veðbankarnir í Las Vegas telja að sigurlíkur Golden State liðsins séu yfirgnæfandi í þessum úrslitum sem hefjast á fimmtudaginn. Það þarf þannig að fara sextán ár aftur í tímann til að finna lið sem var sigurstranglegra í lokaúrslitum NBA-deildarinnar.LeBron James has never been this big of an underdog in the Finals. https://t.co/3X5yNPwKue — ESPN (@espn) May 29, 2018 Sigurlíkur Golden State Warriors í ár eru þær sömu og hjá Los Angeles Lakers á móti Philadelphia 76ers árið 2001. Philadelphia 76ers, með Allen Iverson í fararbroddi, vann óvænt fyrsta leikinn en Lakers tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu fjóra leikina. LeBron James hefur því aldrei mætt í lokaúrslitin með minni sigurlíkur en það vekur aftur á móti athygli að í sjö af níu lokaúrslitum James á ferlinum hafa andstæðingarnir verið sigurstranglegri hjá veðbönkum í Bandaríkjunum.
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira