Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 09:15 Trump og gíslarnir þrír. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira