Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 09:00 Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld. Mál R. Kelly Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld.
Mál R. Kelly Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira