Svona er röð laganna í Eurovision ákveðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Christer Björkman framleiðandi Eurovision keppninnar. Skjáskot/Youtube Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“ Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“
Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52
„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45