Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2018 09:46 Samstarf Veiða.is og Norðurár hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár. Á vef veiða.is hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í bæði Norðurá I og Norðurá II. Nú hafa þessir aðilar ákveðið að auka samstarfið enn frekar. Breytingin mun fyrst og fremst þýða að þeim sem eru í veiðiklúbbi veiða.is, þ.e. skráðir á póstlista vefsins, mun bjóðast afsláttur af fáeinum hollum í Norðurá I og Norðurá II, fyrir komandi veiðitímabil. Fjöldi veiðimanna eru þegar skráðir í Veiðiklúbbinn í gegnum póstlistann, en fyrir þá sem eru það ekki, þá er einfalt að gera það inni á vefnum. – Afsláttarkjör verða kynnt fyrir veiðiklúbbsfélögum á komandi dögum.Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Á veiðisvæðinu Norðurá II, er veitt með 3 stöngum og deila veiðimenn veiðihúsinu í Skógarnefi, í sjálfsmennsku. Veiða.is er ekki beinn leigutaki neins veiðisvæðis, heldur er vefurinn í samstarfi við fjölmörg veiðifélög og leigutaka. Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Stórir fiskar og litlar flugur Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði
Samstarf Veiða.is og Norðurár hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár. Á vef veiða.is hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í bæði Norðurá I og Norðurá II. Nú hafa þessir aðilar ákveðið að auka samstarfið enn frekar. Breytingin mun fyrst og fremst þýða að þeim sem eru í veiðiklúbbi veiða.is, þ.e. skráðir á póstlista vefsins, mun bjóðast afsláttur af fáeinum hollum í Norðurá I og Norðurá II, fyrir komandi veiðitímabil. Fjöldi veiðimanna eru þegar skráðir í Veiðiklúbbinn í gegnum póstlistann, en fyrir þá sem eru það ekki, þá er einfalt að gera það inni á vefnum. – Afsláttarkjör verða kynnt fyrir veiðiklúbbsfélögum á komandi dögum.Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Á veiðisvæðinu Norðurá II, er veitt með 3 stöngum og deila veiðimenn veiðihúsinu í Skógarnefi, í sjálfsmennsku. Veiða.is er ekki beinn leigutaki neins veiðisvæðis, heldur er vefurinn í samstarfi við fjölmörg veiðifélög og leigutaka.
Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Stórir fiskar og litlar flugur Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði