Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:51 Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Kosningar 2018 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Kosningar 2018 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira