Lafhræddir við Kolbein í Nígeríu en vita ekki að hann fer ekki á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2018 13:00 Kolbeinn spilaði síðast landsleik á móti Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira