Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 08:00 Hin ísraelska Netta fagnar úrslitum í Eurovision um helgina. Vísir/epa Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24