Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2018 06:00 Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Vísir/ernir Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira