Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. maí 2018 06:00 Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira