Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:00 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Valli Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30