Krabbameinsendurhæfing og reykingar Ásgeir R. Helgason skrifar 2. maí 2018 16:23 Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar