Tengdadóttirin þakkar óumskorna kærastann Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 08:00 Valgeir Sigurðsson með Kristjáni syni sínum sem fæddist í Flórída fyrir 35 árum. „Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00