Iron Fly hnýtingarkeppni á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 3. maí 2018 10:22 Iron Fly hnýtingarkeppnin fer fram á laugardaginn á Solon Bistro. Það er list að hnýta fallega veiðiflugu en það er líka hægt að fara uppá næsta skref og gera hnýtingar að keppnisgrein. Það er kannski vel við hæfi að það sé blásið til Iron Fly hnýtingarkeppni um helgina þar sem silungsveiðin er komin í fullann gang og laxveiðin hefst eftir rétt tæpan mánuð. Þessi skemmtilega viðureign fluguhnýtara fer fram á Solon Bistro næsta laugardagskvöld þann 5. maí og þar verður öllu tjaldað til að gera keppnina skemmtilega og spennandi. Það er óþarfi að skrá sig þar sem allir geta tekið þátt og það er nóg að mæta á staðinn. Keppnin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna sem geta spreytt sig á móti hvor öðrum. Glæsilegir vinningar eru í boði en heildarverðmæti þeirra er um 400.000 krónur. Húsið opnar klukkan 20.00 og það eru allir velkomnir. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði
Það er list að hnýta fallega veiðiflugu en það er líka hægt að fara uppá næsta skref og gera hnýtingar að keppnisgrein. Það er kannski vel við hæfi að það sé blásið til Iron Fly hnýtingarkeppni um helgina þar sem silungsveiðin er komin í fullann gang og laxveiðin hefst eftir rétt tæpan mánuð. Þessi skemmtilega viðureign fluguhnýtara fer fram á Solon Bistro næsta laugardagskvöld þann 5. maí og þar verður öllu tjaldað til að gera keppnina skemmtilega og spennandi. Það er óþarfi að skrá sig þar sem allir geta tekið þátt og það er nóg að mæta á staðinn. Keppnin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna sem geta spreytt sig á móti hvor öðrum. Glæsilegir vinningar eru í boði en heildarverðmæti þeirra er um 400.000 krónur. Húsið opnar klukkan 20.00 og það eru allir velkomnir.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði