Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði stökkbreytist í lag Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 14:28 Myndin, eða lagið, sem fer nú sem eldur um sinu um internetið. Haukur Sigurðsson Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira