Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:51 Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi. Vísir/Getty Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31