Red Bull og Honda hefja viðræður Bragi Þórðarson skrifar 1. maí 2018 09:00 Red Bull leitar nú að vélarframleiðanda. vísir/afp Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault. Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault.
Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira