Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í dag. Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira