Að keppa í kerlingavisjón Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar