Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:30 Alek Minassian virðist hafa verið meðlimur, eða í það minnsta þekkt vel til hinnar svokölluð Incel-hreyfingar. Skjáskot Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51