Núverandi meirihluti í borginni stendur tæpt samkvæmt könnunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 10:25 Frá blaðamannafundi sumarið 2014 þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Bjartrar framtíðar var kynntur. vísir/vilhelm Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50