Vill hraðamyndavélar við alla grunn- og leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:42 Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30