Ólafur: Valsmenn fá harða keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2018 16:23 Ólafur Kristjánsson þjálfari FH. vísir „Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15