Láta draum Andra rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 21:27 vísir/egill Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira