Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2018 21:15 Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformaður í Kjarnanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00