Lykilárangursmælikvarðar fyrir samfélagsmiðla Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar