Hlustum á orð Friðriks Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 07:00 Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar