Reykjavík leiði rafbílavæðingu Eyþór Arnalds skrifar 12. apríl 2018 07:00 Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar