Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 17:11 Lögreglan hefur nú enn eina kæruna á hendur starfsmanni barnaverndar til rannsóknar. vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttur, yfirmaður ákærusviðs lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæran barst lögreglu um það leyti sem rannsókn lauk og mál hans var sent ákærusviði. Kæran sem barst nú verður því ekki hluti af þeirri ákæru sem gefin var út í dag en alls hafa borist níu kærur borist lögreglu vegna mannsins. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og var varðhald yfir honum framlengt í dag um fjórar vikur. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttur, yfirmaður ákærusviðs lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæran barst lögreglu um það leyti sem rannsókn lauk og mál hans var sent ákærusviði. Kæran sem barst nú verður því ekki hluti af þeirri ákæru sem gefin var út í dag en alls hafa borist níu kærur borist lögreglu vegna mannsins. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og var varðhald yfir honum framlengt í dag um fjórar vikur. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44