Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 08:36 Breska herþotur voru gerðar út frá Kýpur þegar þær fóru í sprengjuferðir inn í Sýrland í nótt. Vísir/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07