Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 08:56 Andrew Brunson er sakaður um aðkomu að hryðjuverkastarfsemi og njósnir. Vísir/AFP Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira