Ný verslun Geysis opnuð með pompi og prakt Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2018 16:00 Fólk virtist skemmta sér vel. myndir/Laimonas Dom Baranauskas Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira