Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 15:43 Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni. samsett Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Fleiri fréttir Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Sjá meira
Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Fleiri fréttir Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Sjá meira
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45