Segir umsagnarferlið til málamynda: „Umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 22:07 Framkvæmdir HS Orku í Eldvörpum eru hafnar. Ellert Grétarsson „Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson
Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira