Filippus undir skurðarhnífinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 05:48 Filippus fagnar 97 ára afmæli í sumar. Vísir/Getty Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48
Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51