Sérfræðingur BBC um Liverpool á móti City: Réðust á þá eins og býflugnahópur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 12:00 Mohamed Salah fagnar markinu sínu. Vísir/Samsett/Getty Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira