Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. apríl 2018 08:28 Slökkviliðið getur lítið aðhafst þegar eldurinn er jafn kraftmikill og sést hér. Vísir/Birgir Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira