Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent