Í fararbroddi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun