Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 23:30 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFP Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“. Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“.
Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00