Margt mælir með Íslandi sem fundarstað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson. Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira