Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:30 Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira