Gamla bíó enn á bráðabirgðaleyfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2018 11:17 Guðvarður Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós Vísir/Anton Brink „Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla. Tónlist Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla.
Tónlist Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira