Kettir með kaffinu og hundar í Strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira