„Helst langar okkur að fólk dvelji yfir nótt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 21:00 Uppgangur er og ýmis tækifæri til staðar í ferðaþjónustu í Grímsey Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla. Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla.
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00